Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Áhangendur og styrktaraðilar

Bæði styrktaraðilar og áhangendur eru mikilvæg uppspretta af tekjum. Þess vegna er eindregið mælt með að halda góðum tengslum við þá og halda þeim í góðu skapi - það mun borga sig á endanum.

Lundarfar áhangenda

Meðlimir áhangendaklúbbsins ráða miklu þegar kemur að fjárhag félagsins þíns. Félagsgjöld (30 US$ á meðlim) eru greidd einu sinni á leiktíð, en það sem skiptir máli er að skap þeirra ræður miklu þegar kemur að tekjum af seldum miðum á leikvanginn.

Auðveldasta leiðin að halda skapi þeirra góðu og laða að fleiri áhangendur, er að viðhalda (eða jafnvel fara fram úr) eftirvæntingum þeirra. Lundarfar áhangenda er hægt að sjá á aðdáandasíðunni.

Eftirvæntingar fyrir leiktíð

Í byrjun hverrar leiktíðar, láta áhangendur þig vita hvers þeir vænta af liðinu. Eftirvæntingar þeirra ráðast einkum af því hvað gerðist á síðasta tímabili, hvers áhangendur væntuðu þá og hver niðurstaðan varð.

Þegar liðið þitt þokast upp (eða niður) í deildunum, venjast áhangendur hægt og rólega nýjum aðstæðum. Ef þú hefur nýlega farið upp um deild, munu áhangendur ekki vænta mikils frá þér. En ef þú ert áfram í sömu deild ár eftir ár, hafa áhangendur tilhneigingu til að vonast eftir svolitlu meira.

Eftirvæntingar fyrir leik

Eftirvæntingar fyrir leiktíð hafa á sama hátt áhrif á eftirvæntingar fyrir hvern leik. Á áhangendasíðunni getur þú séð hvers áhangendur vænta fyrir hvern leik. Almennt séð, þá vænta áhangendur meira frá þér þegar þú spilar heimaleiki.

Ef úrslitin í leiknum verða þau sem þeir áttu von á, verða þeir ánægðir með þig ef þú sigrar (og verða ekki mjög vonsviknir ef væntingar til taps stemma við ósigur í leik). Ef úrslit fara fram úr væntingum þeirra, mun skap þeirra verða jafnvel betra. En ef úrslitin eru verri en þeirra væntingar, mun það hafa neikvæð áhrif á skap þeirra. Í fyrstu umferðinni á tímabilinu, munu viðbrögð áhangenda vera frekar hófsöm.

Í byrjun hverrar leiktíðar, eru eftirvæntingar til leiks byggðar á eftirvæntingum aðdáenda fyrir tímabilið hjá báðum liðum. Þegar líður á tímabilið, mun núverandi staða og fjöldi stiga verða mikilvægri hjá báðum liðum. Í bikarleikjum, byggja áhangendur eftirvæntingar til leiks, aðeins á eftirvæntingum til tímabils (að meðtöldu deildarþrepi) hjá báðum liðum.

Liðsáhersla og eigið lausafé hafa áhrif á áhangendur

Að segja leikmönnum þínum að "Spila rólega" eða spila "Leik tímabilsins" hefur einnig áhrif á viðbrögð áhangenda þegar kemur að úrslitum leiks. Ef úrslitin eru þau sem mátti vænta (eða betri), mun "spila rólega" draga úr jákvæðum áhrifum og "leikur tímabilsins" mun auka jákvæðu áhrifin.

Ef úrslitin eru undir væntingum, mun "spila rólega" auka neikvæðu áhrifin og "leikur tímabilsins" mun draga úr neikvæðu áhrifunum.

Ef þú átt mikið lausafé, verður erfiðara fyrir þig að þóknast aðdáendum þínum, þar sem þeim finnst þú eigir nóg af fé að fjárfesta til að ná árangri. Áhangendur ríkra liða bregðast harðar við tapi og veikara við sigri en áhangendur hjá fátækari liðum. Því meira fé sem lið þitt hefur á milli handanna, hafa þessar tilfinningar meira mikilvægi.

Styrktaraðilar

Styrktaraðilar vilja frekar styrkja félag sem státar af góðri "ímynd" sem er hægt að tengja þá við. Því meiri velgengni sem lið þitt nær og því stærri sem áhangendaklúbbur liðsins er, því betri ímynd (og meira styrktarfé) færðu. Hægt er að skoða lundarfar styrktaraðila þíns á fjárhagssíðunni.

Í 16. viku, vikunni áður en nýtt tímabil hefst, fær stjórinn mörg tilboð sem hann þarf að velja úr.

Öll deildarlið eiga sama möguleika til að fá ákveðin tilboð en upphæðir eru breytilegar þar sem styrktaðilar horfa til stærðar stuðningsmannaklúbbanna sem og deild. Það þýðir að liðin fá pakka af mismunandi tilboðum svo stjórinn þarf að hugsa vandlega um hvað virkar best fyrir félagið.

Samningar koma með breytilegri innkomu hverja viku og þessu til viðbótar eru einnig nokkrir bónusar. Sumum þeirra er auðvelt að ná í skiptum við ákveðin verðlaun á meðan öðrum fylgja áhættur en meira fé. Samningar renna út í lok tímabils og þá má velja nýja í upphafi.

Veljirðu ekki samning mun stjórnin gera það. Þeir velja alltaf samning sem auðveldast er að ná og þar með eru verðlaunin minni.

 
Server 070