Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Handbók »   Leikvangurinn 

Leikvangurinn

Liðið þitt byrjar með lítinn leikvang sem þú getur endurbætt í gegnum hattrick ferilinn þinn. Á leikvangsíðunni getur þú séð upplýsingar og stjórnað öllu í sambandi við leikvanginn þinn.

Tekjur og kostnaður

Leikvangurinn þinn getur verið með fjögur möguleg sætaskipan, hvert og eitt með mismunandi tekjumöguleika og vikulegan kostnað (sem alltaf þarf að borga).

  Tekjur Vikulegur kostnaður
Stúkusæti 7 US$ 0.5 US$
Venjuleg sæti 10 US$ 0.7 US$
Sæti undir þaki 19 US$ 1 US$
Sæti í VIP stúku 35 US$ 2.5 US$

Í leikjaskýrslu heimaleikja kemur fram hversu mörg sæti voru seld. Tekjur af leik er skipt mismunandi á milli félaga eftir hvaða tegund leiks er verið að spila:

Deildarleikir: Heimaliðið fær allar tekjunar.

Bikarleikir: Heimaliðið fær 67% af heildarupphæðinni en gestirnir fá 33% fyrir utan síðustu sex umferðirnar sem fara fram á hlutlausum velli og innkomunni er skipt jafnt.

Vináttuleikir og umspilsleikir: Tekjur skiptast jafnt á milli liða.

Áhorfendur á vellinum

Hversu margir áhorfendur sem sækja völlinn þinn fer mikið eftir áhangendum þínum. Lundarfar áhangenda þinna og stærð áhangendaklúbbsins eru stærstu þættirnir. Staða þín í deildinni miðað við andstæðinginn þinn er einnig mikilvæg (fyrir deildarleiki).

Að einhverju marki skiptir áhangendahópur andstæðings þíns máli, þar sem sumir þeirra vilja líka sækja leikinn. Mikilvægt að vita er að fólk verður áhugaverðara að heimsækja vellina eftir því sem líður á tímabilið. Þú munt almennt séð fá meiri mannfjölda í enda tímabilsins heldur en í upphafi þess.

Svo skiptir auðvitað veðrið líka máli. Færri munu koma í slæmu veðri, en þeir sem koma munu þá frekar kaupa sér dýrari sæti og sitja undir þaki. Það er þess vegna möguleiki að þú fáir jafn mikið í tekjur sama hvernig viðrar, svo framarlega sem viðeigandi stæði eru til staðar.

Endurbætur á leikvangi

Til að endurbæta leikvanginn ræður þú verktaka til að byggja upp leikvanginn þinn, það tekur tíma - allt frá viku eða lengur, fer eftir umfangi framkvæmdarinnar. Öll sæti sem eru í notkun nú þegar, er hægt að nota án truflunar. Byrjunarkostnaður er 1.000.000 kr á pöntun, svo bætist við kostnaður á hvert sæti sem þú vilt bæta við eða fjarlægja:
  Byggingarkostnaður Niðurrifskostnaður
Stúkusæti 45 US$ 6 US$
Venjuleg sæti 75 US$ 6 US$
Sæti undir þaki 90 US$ 6 US$
Sæti í VIP stúku 300 US$ 6 US$

Það er góð hugmynd að bjóða upp á mismunandi sæti fyrir stuðningsmenn þína. Stúkusæti ættu að vera stærsti hluti leikvangsins því flestir kaupa miða þar. Sumt fólk mætir einungis á völlinn ef góð sæti eru í boði (og sumir krefjast þaks yfir höfuðið), það er góð hugmynd að eiga nokkuð mikið af slíkum sætum. Svo er auðvitað "snobb" liðið sem vill bara sitja í fínustu VIP stúkunum, það eru ekki svo margir en þú ættir ekki að gleyma þeim heldur. Vont veður hefur lítil áhrif á sætin undir þakinu og sætin í VIP stúkunum miðað við önnur sæti.

 
Server 071