Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Handbók fyrir byrjendur

Þetta er styttri útgáfa handbókarinnar að Hattrick. Fyrir nánari leiðbeininga, smelltu þá á Handbók.

Handbók fyrir byrjendur

Þú ert stjórinn og stýrir öllu því sem við kemur klúbbnum. Þú stjórnar taktík og herkænsku, velur það sem á að þjálfa og ákveður hverjir fá að spila. Þú kaupir og selur leikmenn, uppfærir leikvöllinn og margt fleira.


Peningar

Peningar eru mikilvægir svo þú ættir að gæta að í hvað þú setur þá. Gott ráð er að í upphafi skal ekki eyða krónu þangað til þú veist hvað er mikilvægast og hvar peningarnir nýtast best.

Þú græðir peninga frá leikjum, styrktaraðilum og leikmannasölum. Peningar eru notaðir til þess að borga reikninga, laun, viðhald auk þess til að fjárfesta í nýjum leikmönnum og úrbóta á leikvanginum.
Síðasta síða 1 2 3 4 5 6 Næsta síða
 
 
Server 096